9.4.2008 | 13:16
Gósentíð...?
Hvernig stendur á því að þeim mun betur sem við höfum það sbr. síðast liðin ár þar sem kaupmáttur hefur aldrei verið hærri, laun að hækka, fólk að kaupa sér villur og glæsifáka hægri vinstri þá er opinber þjónusta sífellt að fara versnandi???
- Strætó hefur aldrei veitt jafn lélega þjónustu (ok kannski ekki rekið af borginni lengur en vinnur í þágu almennings... eða á að gera það)
- Heilsugæsla aldrei verið dýrari fyrir hinn óbreytta launþega (ég veit að það er búið að fella niður kostnað við að koma með börnin til heimilislæknisins en sá kostnaður kemur fljótt í vasa ríkisins sem skattur af sýklalyfjum sem dælt er út í enn meira magni þar sem fleiri hafa "efni" á að fara með börnin til læknis)
- Það býr enn fólk á götunni og ekkert virðist vera að birta til hjá þessum óheppna hópi fólks sem ekki kallaði það yfir sig að vera með geðraskanir
- Eigum við eitthvað að ræða heilbrigðiskerfið.....???!!!
- Vegir landsins eru enn eins og í þriðjaheimslandi - mjóir, brattir og ófærir góðan hluta árs sums staðar. Ekki í nokkurri líkingu við neina aðra vestræna þjóð sem við viljum helst bera okkur saman við. Ég get líka gargað af pirringi þegar kemur að vegamerkingum hvort sem við erum að tala um í Reykjavík (Rvík C á einu skilti sem ég reikna með að þýði central og svo Rvik A og V á öðrum sem eiga að standa fyrir Austur og Vestur - í guðs bænum reynið að ákveða hvaða tungumál á að nota!!) - þetta var nú bara útúrdúr!
Ég bara get ekki annað en furðað mig á þessu. Ég veit að það er til góður hópur fólks sem skrifar í blöðin og benda á þetta en afhverju eru ráðamenn þjóðarinnar ekki með þetta sem forgangsatriði?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.