Lestur og jóga

Quote of the moment:

"You will face your life, everyday. And whatever you don’t face today you will face tomorrow. And if you refuse to face then, you will have nothing but sorrow." - Yogi Bhajan
 

Er að lesa "Ný jörð" e. Eckhart Tolle þessa dagana og er ekki laust við að hún snerti mig þó nokkuð mikið. Ég hef alltaf vara á þegar ég tek upp svokallaðar "sjálfshjálparbækur" en þessi er að skila þó nokkrum nýjum hugsunum inní heilann!

Hann talar mikið sársaukalíkamann sem við burðumst með, mis stóran og mis lengi en flestir eitthvað. Það sem mér finnst stórkostlegt er að gefa þessum tilfinningum/höftum/neikvæðni/o.s.frv. nafn og geta þar með aðskilið hamingjuna frá óhamingjunni. Þið verðið að lesa bókina til að skilja hvað ég er að segja því við lesum jú öll mismunandi hluti útúr sömu orðum ;)

Eckhart Tolle kemur líka fyrir í mynd sem ég sá nýverið sem ber nafnið "Living Lumineries". Þar er tekið fyrir sjálfið/egóið og hvernig það er uppspretta allrar vansælu/óhamingju okkar.  Ég þarf að horfa á hana nokkrum sinnum til viðbótar því það er svo margt þar sem hjálpar til við að átta okkur á hvernig við getum unnið með egóið.

Það eru sannarlega máttug skilaboð sem koma frá bæði myndinni og bókinni og eins og vill oft vera þá er þetta alveg í takti við það sem ég er að takast á við í jóganu þessa dagana. Ég get viðurkennt hvað sársaukalíkami minn hefur reynt að skemma framfarirnar hjá mér og egóið er öskrandi á athygli 24/7!! Það eina sem ég get gert er að halda áfram á þessari braut og vona að egóið lækki raustina svo ég heyri betur í mínu innra ég-i ;D

Gangi ykkur vel með ykkur!! 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband